Og í tilefni af hinum miklu stólpum: grimmd og von, þá má ég til með að segja þér frá ást minni á því sem erfitt er að höndla en þó enn erfiðara að lifa án. Hér með lauslegri þýðingu minni á skálskaparorðum vinar míns:
Ég hef elskað hana og ég hef aðeins elskað hana, og allt sem að varð vildi ég að yrði, einungis umhugað um hana, hvar sem hún var og hvar sem ég gæti hafa verið, í fjarveru, í óhamingju, í óhjákvæmileika dauðra hluta, í þörf fyrir lifandi hluti, í óráði verksins, í andlitum sem getin hafa verið af forvitni minni, í fölskum orðum mínum, í svikulum loforðum mínum, í þögn og í nóttinni, gaf ég henni allan minn styrk og hún gaf mér allan sinn styrk, svo styrkurinn er mikill, ekkert getur eytt honum, hún dæmir okkur, kannski til óumræðanlegrar óhamingju, en ef svo er, þá tek ég við þessari óhamingju og ég er óumræðanlega glaður yfir henni og við þessa hugsun segi ég eilíflega: “Komdu”, eilíflega er hún þar.
Maurice Blanchot
Ég hef elskað hana og ég hef aðeins elskað hana, og allt sem að varð vildi ég að yrði, einungis umhugað um hana, hvar sem hún var og hvar sem ég gæti hafa verið, í fjarveru, í óhamingju, í óhjákvæmileika dauðra hluta, í þörf fyrir lifandi hluti, í óráði verksins, í andlitum sem getin hafa verið af forvitni minni, í fölskum orðum mínum, í svikulum loforðum mínum, í þögn og í nóttinni, gaf ég henni allan minn styrk og hún gaf mér allan sinn styrk, svo styrkurinn er mikill, ekkert getur eytt honum, hún dæmir okkur, kannski til óumræðanlegrar óhamingju, en ef svo er, þá tek ég við þessari óhamingju og ég er óumræðanlega glaður yfir henni og við þessa hugsun segi ég eilíflega: “Komdu”, eilíflega er hún þar.
Maurice Blanchot
Ummæli