þráði þessi skriðdýr út úr fylgsnum
innundir
og upp
innundir og út úr fylgsnum
stökkva þau á mig þessi fögru skriðdýr
hrella mig með ljóðum sínum
og hrollvekja mig frá doða
stíga með mér upp á táberg
og narta þar í sigggróna sóla
inn í blákalt blóðið heitan sannleika
um söng um guð og kar fullt af svörtum orðum
klæddum leðri
reirðum raddböndum

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Bækur á meðan ég hverf

Madrigal