gömul færsla - kveðja til lúna ársins sem tekið er að visna:

aðför að dauða sólarinnar
hefur silfurkenndan blæ
grá hárin grófari
húðin hrörlegri
leðurkennd á köflum
bútasaumur holdsins
fallegur vefnaður dauðans
moldarstígur kirkjugarðsins
undir skósólum
smám saman
molnar undan
moldkenndum rótum
og stígurinn hverfur

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal