samstarfsmaður minn var á leið í jarðarför péturs péturssonar í gær og mér var þá hugsað til þess þegar hann hringdi í mig um árið. hann var nokkrum sinnum á talhólfinu. ég var hálf skelkuð. hann bað mig um að hringja og eftir umhugsun ákvað ég nú að treysta mér til þess. jú hann var glaður að heyra í mér en bað mig að bíða í símanum og ég heyrði heilmikla skruðninga og læti úr tólinu líkt og gömul ritvél eða saumavél félli á gólfið með tilheyrandi hávaða. gamli skarfur kom aftur í símann og tjáði mér að ég hefði borið fram orðið:

ástríða

vitlaust í pistli mínum í útvarpinu. ég hefði sagt:

ástRíða

en benti mér á að maður ríði ekki ástinni sinni heldur stríði ástin á hugann og því skuli bera orðið fram:

Á-stríða

ég þakkaði honum kærlega fyrir þessa góðu ábendingu og sagðist lofa að hafa þetta í huga í næsta Á-stríðufulla pistli í útvarpinu. hann óskaði mér velfarnaðar og bað mig vel að lifa.

það er mjög gott fyrir á-stríðufullar konur að hafa framburð á-stríðunnar á hreinu sama hvort ástin (á-stin, stinn, ég styn, sannlega er mín sorgin stinn) stríði á hugann eða aðrar fýsnir. en gamlir útvarpskallar eiga það til að taka eftir mér: rödd og ræðu. koma mér alltaf jafn mikið á óvart blessaðir siðapostularnir mínir.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal