úffff, blendnar tilfinningar sem bærast í mér nú
helvítis stjórnin hélt velli og ég fyllist stórkostlegra vonbrigða yfir því
langar mest að koma mér af þessu landi
með þessu áframhaldi verður einungis stærra og stærra bil milli fátækra og ríkra.

það sem er stórkostlegt hins vegar er sigur vinstri-grænna. það er alveg dásamlegt þó besta manneskjan og sú sem halaði atkvæðum inn í þessari kosningabaráttu, hún guðfríður lilja, komist ekki inn. en vinstri-grænir er orðinn verulega flottur og heildstæður flokkur. en núna er ég hálf kvíðin. hvernig fer þetta...

að öðru:
takk takk takk takk takk mín allra yndislegustu vinir og fjölskylda. þið eruð dásamleg. já takk fyrir mig í gær. ég átti afmæli og núna er íbúðin mín eins og aldingarður fullur af blómum, víni, súkkulaði og dásemdum sem ég fékk í gjafir. svo fékk ég svo mikið af yndislegum hringingum og skeytum. mat og drykk og skartgripi, bækur og blóm blóm blóm. yndisleg blóm. ég elska blóm. já og söng og knús og flæðandi ást.
takk elskurnar mínar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal