"og allt sem er gott
er bara að fara að verða betra"

fyrir utan auðvitað þessa staðhæfingu sem ég trúi á eins og smókerinn smókinn þá fylllist hugur minn oft af tilgangsleysi allra hluta. að fara í einhverja vinnu til að koma aftur heim til að fara aftur í vinnu til að koma aftur heim og borga leigu og matarbita til að geta skoppað sér aftur... fram og aftur blindgötuna. í gærkveldi fannst mér allt í einu mjög svo tilganslaust að opna rauðvínsflösku. og þetta tilgangslausa hjal sem suðar inní hausnum mínum magnast oftar en ekki upp við lestur á einhverju eins og þessu hér sem ég nú skrifa og ekki síst á svokallaðri samfélagsrýni af ýmsum toga. ég held við plebbarnir, plebbar þorpsins þrái að verða hinn alráðandi beitti samfélagsgagnrýnir sem flettir ofan af allri slikjunni. þessi tilgangsleysa er allsráðandi og ekki síst í menningarumræðu þar sem allir hafa "beittar" skoðanir á listinni og læsa sig í rýni sem á það til að vera rúin fagurfræði. og hér bít ég í skottið á sjálfri mér. aga. ég vil horfa á woody allen og ég vil ríða mikið og ég vil hlusta mikið á tónlist. dans kemur sko ekki að sök hvað þá augun út um allt. og ég trúi því að allt sem er gott sé bara að verða betra og betra og betra ástin mín. fyrirgefðu mér óþolið. ég ræð bara ekki við mig. she´s lost control. og hana langar að sjá myndina control um ian curtis.

Ummæli

krumma sagði…
ó elskan mín ég skal dansa og ég skal drekka og syngja og hefði ég typpi myndi ég ríða þér líka en eins og refurinn sagði "ekkert er fullkomið"
Fía Fender sagði…
ohhh af hverju geturðu ekki bara kynskipt þér ljúfan mín fagra

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal