ég átti mörg falleg samtöl í dag
reyni að muna þau orðin en man meira þau tengslin. það sem rís á milli í tengslunum. sú fegurð er dýrmæt. og orðin jú þau voru eitthvað um svona all is full of love, eftir á að hyggja....já ég veit

"ég er svo góð í bókmenntum. ég skil ljóð."
já elskan mín það er frábært."

og:

"þú ert orðin svo grönn"
já er það. frábært. takk. óh takk fyrir að segja þetta."
já það er alveg satt elskan mín."

líka:

"mikið er gott að sjá þig
ég var svo hrædd um að sjá þig ekkert í dag"
"já...það er líka gott að koma hingað til þín og ég mér líður strax betur"

síðan:

"þú ættir að koma að borða með mér
dásamlegan mat. eðal hráefni."

líka:

"hæ sæta. gott að sjá þig."
"já gott að sjá þig skvís."

og:

"ég finn að það er gott að gerast. þetta er gott."
"já".
"eftir mjög erfiðan tíma. þá svona gott."
"já. ég finn það líka. finn það hægt koma til okkar."

og enn frekar:

"þetta er áni ormur."
"já. ánormurinn. án ormur."
"við skulum vernda hann og passa."
"hvað vilja ánamaðkar að borða."

síðan:

"ég bara sakna þín."
já. ég sakna þín líka minn kæri."

mmmm:

"takk fyrir að hringja. gott að heyra í þér elskan mín."

mjá rosa mikið af gott og elskan og takk í þessum degi.
en litla skottan er búin að eigna sér orðið: rosa.
veit reyndar ekki hvar þessi greddulega væmni mín endar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal