"Ástalíf þessa manns fór virkilega illa með mig þetta regnvota síðdegi í Alaska. Ég vildi að ég hefði getað sagt eitthvað sem hefði orðið honum til hjálpar, en mér fannst ég ekki hæfur til þess eftir að skórnir duttu af mér og féllu á gólfið í bílnum.
Maðurinn var svo tillitssamur að láta sem hann tæki ekki eftir því.
Andartaki eftir að hann hætti að tala um ástalíf sitt og ég var þess fullviss að hann nefndi það ekki aftur, náði ég minni eðlilegu stærð á ný, og mér létti náttúrulega við það.
Með einhverjum hætti voru skórnir aftur á fótum mér og ég gat gengið í þeim á vit annarra staða."

Richard Brautigan. 2006. Ógæfusama konan. Ferðalag. Gyrðir Elíasson þýddi. En sagan kom upphaflega út árið 1994, um 10 árum eftir að RB stytti sér aldur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal