og fleiri ljóð. þetta hér því bókin sú er skemmtileg og kitlar. og ég er líka alltaf að sjúga upp í nefið þessa dagana og tek mjög oft strætó. um daginn öskraði ég á strætó. og núna er ég mjög reið út í strætó. en ég nota oft strætó. nota já og nýti. hott hott hott.
en svona er þá ljóðið:

sjúgum upp í nefið í kór
og förum í sleik

strætó fer hraðar
ef við höldumst í hendur

sem barn var ég aldrei
hýddur með blómvendi,
aldrei pyntaður með
unaðsins forsjá

og nú þú ert bjargvættur minn,
júdókennarinn minn með slaufu í hárinu
í strætó sem fer hraðar og hraðar,
þú ætlar að kenna mér
hvernig er að vera hlýtt
og viti menn,
það glamra ekki lengur í mér tennurnar
eða glarma
eða gramla

Örvar Þóreyjarson Smárason

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal