en þrátt fyrir húmbúkk alls þá er hér verulega vel skrifuð bók í kjöltu minni sem ég tygg mitt parkódín í samfloti við:

"Ég fer sömu leið til baka. Næstum alltaf fer ég sömu leið til baka. Eiginlega finnst mér alltaf bara ein leið til baka, hvar sem maður fer, og hitt sé bara blekking. Svo er aftur þetta sem heimspekingar segja, að það sé engin leið til baka, og sá sem komi aftur sé annar en þegar hann fór og það sé eins með staðinn. Ég er ekki heimspekingur. En mér líður stundum einsog persónu úr grískum harmleik. Ekki af því að ég beri svo þungar raunir, heldur finnst mér ég ráða svo litlu um það sem gerist í lífi mínu.
Ég ætlaði aldrei að koma hingað aftur."

Gyrðir Elíasson: Hótelsumar - 2003

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal