ég mæli með:
mánudegi sem þessum
sólskini og ferskum andblæ
hugsun um vor
túnfisks- beyglu
stórum macchiato
göngutúr
horfa í falleg augu
finna til
lesa um vampírur
múmínálfum
von og veiðiklóm
guði og öðrum dásemdar gaddavír
...jú og svo mætti lengi telja

að endingu ætla ég að minna á áhugaverðan fyrirlestur á miðvikudaginn kemur, sér í lagi fyrir fjölskyldur barna með þroskaraskanir:

http://hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1009452&name=frettasida

en þar er eftirfarandi á dagskrá:
1. Hannes Hafsteinsson Ph.d, afi ungs drengs með Asparger-heilkenni.
2. Guðrún Pétursdóttir frá Umsjónarfélagi einhverfra.
3. Jarþrúður Þórhallsdóttir frá Sjónarhóli sem er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir á Íslandi.
4. Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri Félagsmálaráðuneytisins.

sól í hjarta

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal