las skrifað að dauðinn væri alltaf vinsæll
í samhengi við dauða anna nicole smith
að hann heyri til tíðinda
að slúður og minningar- greinar séu dæmi um vinsælt lesefni í blöðum
fannst þetta nokkuð áhugavert
okkar eigin dauði er atburður sem er alltaf ókominn og við nálgumst dauðann einungis í gegnum aðra
áþreifanleiki hans er óáþreifanlegur því að hann birtist í fjarveru, missi nærverunnar
lestur um dauða annarra hvort sem við tengjumst fólki eða ekki tengir okkur enn sterkar við dauðleika okkar og þar með við lífsneistann. jafnvel dauði konu sem öllum virðist sama um. sá dauði er lesinn af áfergju. er þetta blæti? tja, ef svo er þá held ég það sé blæti fyrir einhverju öðru en dauðanum, í sjálfu sér....

"Reikult er spor mannsins sem týnir lífi sínu. Reikult er spor mannsins sem týnir ástvinum sínum. Reikult er spor mannsins sem týnir markmiði sínu. Reikult er spor mannsins sem týnir heimili sínu og uppruna. Reikult er spor mannsins sem selur líkama sinn og sál öðrum öflum en þeim sem í honum búa. Þó er og verður rangt að dæma þau spor sem stigin eru fram af barmi örvæntingarinnar. Þess vegna kveð ég föður minn blíðlega og fyrirgef honum fjarveru hans. Á sama hátt og hlutirnir inni toga hlutina úti inn toga hlutirnir úti hlutina inni út. Þannig leiðir fall eins til falls annars, en upprisa eins manns er einstæð og verður aldrei endurtekin af öðrum. Að sætta sig við það er að sætta sig við lífið og dauðann."

Þetta er úr hinni stórmerkilegu bók Elskan mín dey eftir hana Kristínu Ómarsdóttur, en hún kom fyrst út árið 1997.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal