af tækjum:

ég er einkar ánægð með tvö heimilistæki sem ég á. auka verulega gleði mína í lífsins (nei ekki ólgusjó) fæti með örlitlum vítamínábæti. jæja. en summsé. það er þessi yndisfríða tölva mín sem ég pikka nú á um leið og ég hlusta á víðsjá frá síðustu viku. gauti talar þar um hana theresu. að karlmenn sem skrifi um konur séu kannski að nálgast hið kvenlega í sjálfum sér. tjah. skal ekki segja. gaman að heyra svona útleggingu samt. en aftur að tækjum, tölvan mín kæra. hún er ein af þessum vítmínbættu ábætum lífs míns. ég kann samt ekki alveg nógu vel á hana. en ég er svoddan imbi. einu sinni átti ég svo góðan kærasta sem gaf mér þessa ljúfu tölvu. einu sinni átti ég svo góðan kærasta sem gaf mér góða gönguskó. einu sinni átti ég svo góðan kærasta sem gaf mér malt og lakkrís. ást og tæki og tól. ómissandi í lífsins túnfæti. já. hitt tækið mitt er forláta safapressa. ég kann á hana. ég elska engifer. foreldrar mínir kærir gáfu mér pressuna og þá á ég enn. takk. og saman er tölvan mín og safapressan hér hjá mér.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal