finnst líf mitt stundum vera uppvask. í hinni og þessari merkingu. ég er búin að vaska upp í dag. það er góð tilfinning. en mér hefur verið bent á það oftar en einu sinni að ég þyrfti að eiga uppþvottavél. að það sé jafn fáránlegt að þvo leirtauið í höndunum eins og fötin sín. heimilistæki já. guð hefur skapað heimilistækin á undan manninum. út úr ísskápnum skoppaði hinn prímítívi maður allsnakinn út úr frystihólfinu. ósjálfbjarga kjúklingur. en amma mín hún nafna mín hún átti engann ísskáp og samt var hún borgardama með munnstykki. hún skellti mjólkinni bara út um eldhúsgluggann í kælingu. hin amma mín sú yngri hún var sko ekki borgardama og hún fæddi 10 börn inn í þennan heimilistækjaheim. en hún átti ísskáp sem betur fer og sauð auðvitað þvottinn á hellunni eins og allir aðrir. já ást og uppvask.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal