sá þig keyra fram hjá. ég leit við og þú stoppaðir. í baksýnisspeglinum þessi litla stelpa með úfið hár og brotið nef en engar blóðnasir. ég bjóst við að þú spyrðir mig hvar blóðnasirnar væru en í staðin bauðstu far og ég þáði eins og í leiðslu. þér var ekki brugðið og mér þótti vænt um þessa stuttu bílferð fram hjá ljóslausum ljósastaurum á blóðlausum stað. þú hægðir á þér og brostir hálf vandræðalega og við það mundi ég eftir gömlum sársauka. vandræðlegum sársauka og ég sagðist vera komin á leiðarenda en þú vissir allt um það. auðvitað. ég þakkaði fyrir og þú tautaðir eitthvað í kveðjuskyni. það var hálf tómlegt á götunni þegar bíllinn þinn með þér í var horfinn sýnum. og mig langaði að skríða ofan í malbikið og dvelja þar í hjólbarðayl.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal