"...hvernig get ég gert innri reynslu raunverulega í skáldskap"

"Rithöfundurinn sjálfur er fyrsti lesandi og fyrsti gagnrýnandi síns eigin texta, og þó þetta gildi bæði um karlrithöfunda og kvenrithöfunda, þá vil ég leggja sérstaka áherslu á nauðsyn þess að kvenrithöfundur lesi sinn eiginn texta vandlega og með gagnrýnum huga, því hún þarf, ekki síður en kona sem er ein á ferð, að vera á verði. Sú gata skáldskaparhefðar sem hún gengur er margtroðin og lögð af karlmönnum. Kvenrithöfundur á það alltaf á hættu að láta blekkjast til fylgilags við snjöll tákn og fagrar líkingar sem eiga upptök sín í allt öðru viðhorfi yrkisefnisins en hún hefur, og leiða til skilnings sem kvenrithöfundurinn hefur - þegar allt kemur til alls - einungis tileinkað sér en ekki reynt. Hin kvenlega reynsla hefur þá ekki komist til skila."

Tekið úr grein Svövu Jakobsdóttur "Reynsla og raunveruleiki. Nokkrir þankar kvenrithöfundar" sem hún flutti fyrst árið 1979. Þessi grein ásamt mörgum öðrum áhugaverðum greinum um skáldskap og skáldskapinnn hennar Svövu kom síðan út á bók 2005 í ritsjórn Ármanns Jakobssonar. Þetta góða safn nefnist: Kona með spegil.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal