æh en ekki gleyma antonin artaud. það er ekki hægt að fjalla um súrrealisma og upphaf hans og ekki nefna artaud á nafn. en ég hef samt gaman af þessum útvarpsþætti þessa stundina. en mig grunar að þú hafir með höfrum misst af landinu helga í morgun og vil ég benda þér á að sá þáttur verður aftur á dagskrá annað kvöld. hann var nokkuð góður. því við sofum öll við varðmenn og vesalingar. já við sofum öll. í þessum þætti: landið helga, minnir mig já, þá var einkar gott viðtal við jón orm. hann kaupir til að mynda ekki avókadó ef það er frá ísrael. þegar við sitjum hérna heima og hlustum á útvarp. þegar við liggjum í kartöflu sófanum og erum búin að gleyma leiðinni og hugsuninni:

"enginn er svartur töframaður og konan hans sjö....."

og aftur og aftur vex þessi vanmáttur inni í mér og þér og mér og segir þér að borða meira eða minna eða hvorki né. og enn og aftur vex og vex óþolið í vanmættinum, því hvað á ég að gera við þennan heim sem mér var gefið. hvað ég ég að segja sem gæti breytt hugsun í hugsun í hugsun og hvernig get ég með litlu vanmáttaröxinni minni breytt múrum í eitthvað annað í hausnum á þér. þó svo ég væri fædd á öðrum stað í öðru landi. í annarri mér. og svo les ég ljóð og hér er eitt fyrir þig í dag:

á heitum degi

krökkt af blindum
gömlum
kvenkanínum
í stólnum

sjúga orðin
sem ég skildi eftir
á þrífætta
borðinu í garðinum

þegar ég nálgast
berfætt
með eyrnahlíf
og loðinn riffil

Kristín Ómarsdóttir: Sérstakur dagur, 2000.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal