jú og fréttir bárust að utan í vikunni um lát hans kurt vonnegut. ég las einhverju sinni sláturhús fimm. og einhverjar smásögur voru nokkuð skondnar. kærastinn minn var alveg ósköp skotinn í honum kurt og sökkti sér í hann en ég held ég hafi á sama tíma verið að lesa ljóð eftir skáldkonur. dauðar og lifandi og eitthvað þar á milli. við vorum í menntaskóla og þetta var á síðustu öld. við ölvuðum okkur á þvílíkri poesíu til hvors annars. sé fyrir mér lítið herbergi í blokk og lykt af olíumálningu þegar ég heyri nafn skáldsins sem fær nú að svífa inn í sinn kjarna. en hins vegar rak ég, í dag, augun í bók eftir son hans kurts sem ég las fyrir nokkrum gjöfum, árum og sárum síðan. ég fékk hana í gjöf frá merkisvini mínum sem ég tel að búi nú í thailandi hann færði mér margar góðar bækur og þar á meðal þessa:

"Like lots of what I ran into in my strange journey, it seemed like compensation. For one reason or another sex as I had known it was no longer possible. For the best for all concerned, men and women weren´t going to be allowed to see each other any more. I had some cosmic clap that had to be quarantined. I was going backward in time and didn´t have a body any more. I couldn´t be unfaithful to Virginia or she´d kill herself. I couldn´t make love to Virginia or the world would end. So for compensation, severence pay, or whatever, I got astral sex."

Mark Vonnegut: The Eden Express,1975.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal