um daginn var ég í veislu og þar sagði ég við kunningja á spjalli að ég væri barasta búin að vera inn í skáp en nú væri ég að koma út. eftir á að hyggja var ég hissa á þessari samlíkingu minni en ég hitti þó naglann þarna á sjálfan mig. naglann á haus minn og hjarta. hengdi mig upp með kjólunum mínum. hékk þar í dvala og rykféll eilítið. og nú að hausti þegar hamskipti náttúrunnar verða brátt að veruleika þá finn ég dauðar húðfrumur og flösuleg mynstur í hverju spori. sat nú og horfði á bókahilluna mína sem gnæfir yfir mér líkt og altari. þarna er meira að segja minn jesú á speglinum, hann horfir blíðlega í átt að gunnlaðarsögu, hm eða eru það textarnir hans megasar, jafnvel bókin um snertinguna. það er gott að vakna að hausti og fara að garfa í gömlum orðum, leyfa þeim að koma við sig kannski á nýjum stöðum. öll þessi orð sem gott væri að losna við. þau eru kannski ekki svo slæm, eða jafnvel eru þau mun verri en mig grunar.

Ummæli

Bíbí West sagði…
Já, ég þarf að fá að glugga í þennan snertinarlitteratúr hjá þér gæskan..... Mikið verður gaman að sukka í því saman...eftir bara nokkra daga skoskoho!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal