ég ætlaði ekki að verða ástfanginn
hún var bara svo ógeðslega falleg
og það gerðist óvart

sagði hann við ókunna konu á leið vestur
og hún þagði skilningsrík
hlustaði og horfði á veginn fyrir framan sig steypast undir hjólbarða og gráfallega rigninguna

þú ert alveg glataður bókmenntafræðingur bætti hann við stuttu síðar
já ég veit sagði hún og glotti út um gluggann
hægra megin
frjáls undan greddu í gerplu og loðinbrókar laxdælu hefðarinnar
fallandi samt inn í malbikið og að hugsa um eitthvað annað en sylviu, edith og virginu
hvað þá alla dauðu ástmennina

við vorum elskhugar
heyrðist út úr brennslunni í bílaleigubílnum

já var það ekki gott
það getur verið gott á meðan það er gott
ha

og hún man ekki allar merkingarnar og verðmiðana
(mind the gap...)

þarna er súðavík

óshlíð á morgun

dvel á elliheimili með
makkintoss á ísskápnum og vinkonuna fögru á sveimi með tölvuvængina

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal