Upphaf

Ég fæddist í gráu húsi
í bláhvítu landi við ysta haf
einn októberdag fyrir löngu
í landinu því var skógur
mikill og forn og dimmur
og draugar riðu þar hjá

á kvöldin kom fuglinn í fjörunni
og söng mér ódáinsljóð
meðan öldur brotnuðu á klettum

um húsið fór gustur af sögum
og lygasagan um heiminn og mig
hófst þar einn októberdag . . .


Úr ljóðabókinni Þangað vil ég fljúga (1974) eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal