út úr barkakýlinu mínu vex þykk rót
hringar sig um háls minn og leitar niður
niður með brjóstum mjöðmum lærum kálfum
niður á hæla og festir sig við iljarnar mosagrónar
augun eru lokuð
ég hef lofað að kíkja ekki
ég lofa að kíkja ekki út um rifu á gardínunum
rósóttum gulnuðum gardínum
ég kem ekki upp orði
ekki eitt einasta orð af skrælnuðum vörum
sem hafa fengið á sig berkjalagaða mynd
fyrir innan er silkimjúk þögn að hverfast í skeldýr

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal