drekk epli og engifer, hlusta á michael jackson og les ljóð:

Sú var tíð að við sigldum frá landi til lands.
Þið liðnu dagar! Hafkonur
sáum við raunar aldrei, né aðrar
umtalaðar sækindur. En hafið
hafið sjálft sáum við rísa og hníga
sortalegt, blátt, hvítt, allt eftir veðrum.
Og ýmist með þöndum sjáöldrum
eða svefndrukknum augum
gaf það okkur gætur, smáferðamönnum.

Hafið, hafið!
Og við hnipruðum okkur saman
hjá borðstokkum skipanna
búnir til fulls undir að hverfast
í skeldýr
ef það skyldi verða til bjargar
skjálfandi smæð -
skrani ennisins.

Hannes Pétursson

(so beat it, just beat it...)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal