við dömurnar í húsinu erum hressar með nóvember
mér finnst eins og ég hafi vaknað fyrir þremur dögum
en það er víst rétt að koma hádegi núna
þvottur og uppvask er eilífðarverkefni á þessu heimili
síðan er búið að græja baðferðir og fleira
í kvöld ætla ég að hitta fagrar eðaldömur
ég finn ekki skærin
annars væri ég búin að klippa mig stutt
en skærin skærin skærin eru skyndilega horfin inn í hallarkimana
djöfull hef ég annars svindlað síðustu daga - það er nefnilega nýja lífið í nýja landinu
en ljóð fyrir þig hér:

"Hver getur sagt: Ég
sjálfur?
Ég?
Og fundið til
sín?

Ánþessað eiga við samtíning af skrani?

Hver geingur á jörðu faðmaður af himni
og hittir alvöru fólk og fyllist af fólki
dýrum grösum og grjóti
sól túngli og stjörnum
skýjum og regndropum

milli himins og jarðar
hérnamegin
í þessu lífi

haugafullur af kossmosa?"

Dagur Sigurðarson

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal