æðislegur dagur
kafffi og rúv og þú elsku tölva
síðan er það að næla sér í nokkra klukkutíma í vinnunni til að stimpilklukkan hætti ekki að elska mig og ég segi það enn og aftur: hver þarf ást sem hefur allt umvefjandi faðmandi elskandi stimpilklukku. og bækur bækur bækur - þarf að setja mig í gírinn og spæna mér í ástand orða - verða forritari frá undirstöðunum - síðan eru það MÓTMÆLI elsku vinir - það bætast alltaf fleiri og fleiri og ég hef þá trú að samkoman hafi mjög heilandi áhrif á sálartetur fólks sem á víst heima í þessu landi lengst á mörkum hafs og ára. horfði á there will be blood í gærkveldi. hmmmm.... hún hreif mig ekki en þessi gaur er þó snillingur hann þarna daniel sem svo leikur hann daniel olíumann. jú en sagan er þó góð og á einmitt erindi - blessuð græðgin, einstefna, einræði - grasssserandi. allt í einu efast ég um mannlegt eðli. hef misst trú á stjórnmálaöflum - öllum. efast um lýðræðið og þegar maður efast um lýðræði þá er eins og að komast að því að jörðin sem ég þykist standa á sé byggð á blekkingu hún er mýrlendi sem er sí og æ að soga mig til sín í fenjaland. til að sökkva ekki þá verð ég að svamla með og gríp í örvæntingu minni í skuldahala og önnur hár sem vaxa eftir dauðann.

er ég dramatísk?

ég er á túr og þá verð ég dramadreki. NEI það er ekki ástæðan. fokill og held að það sé verið að vega að kjarnanum í fólki þegar það finnur þetta mýrlendi undir sér. slepjulegt.

þetta er samt æðislegur dagur - það tekur enginn reynslu þína frá þér.

best að drífa sig í varðveisluna - en í vikunni safnaði ég saman annsi mikið af svona kjaftaskasíðum til að varðveita um ókomna tíð. já líka þína síðu elskan.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal