Nokkkur brot úr skáldsögu sem er mér svo kær:

"Ég fann hvernig lungun á mér þöndust er útsýnið streymdi inn - loft, fjöll, tré, fólk. Ég hugsaði með mér: "Svona er að vera hamingjusamur.""

"Í skugglausri víðáttu hádegisbirtunnar, virtist vatnið einhvern veginn vinalegt og aðlaðandi.
Mér fannst eins og drukknun hlyti að vera besta leiðin til að deyja, og að brenna sú versta. Sum þessara barna í krukkunum sem Buddy Willard hafði sýnt mér voru með tálkn, sagði hann. Þau fóru í gegnum stig þar sem þau voru alveg eins og fiskar."

"Síðan ferjaði ég þunga, rykfallna eldiviðarbútana yfir að opinu að holunni. Myrkrið var þykkt eins og flauel. Ég teygði mig eftir vatnsglasinu og pillunum, og skreið varlega á hnjánum, með höfuðið beygt niður, alla leið að fjarlægasta veggnum.
Köngulóarvefirnir snertu andlitið á mér eins mjúklega og mölur. Ég vafði regnkápunni utan um mig eins og mínum eigin ljúfa skugga, skrúfaði lokið af pilluglasinu og fór að gleypa þær með hraði, með litlum vatnssopum, hverja af annarri."

"Ég var alls ekki viss. Hvernig gat ég verið viss um að einhvern tíma - í háskólanum, í Evrópu, einhvers staðar, hvar sem er - myndi glerhjálmurinn ekki hvolfast yfir mig aftur með sínum kæfandi afskræmingum?"

"En ég var ekki að fara að gifta mig. Mér fannst það ætti að vera til athöfn fyrir þá sem fæðast tvisvar - fyrir þá sem búið er að bæta og sóla og hleypa aftur út á veginn..."

"Augun og öll andlitin snerust sjálfkrafa í átt að mér, og ég notaði þau eins og töfraþráð til að rekja mig áfram og vísa mér veginn þegar ég steig inn í herbergið"


Sylvia Plath, Glerhjálmurinn. Þýð. Fríða Björk Ingvarsdóttir. Salka, Reykjavík, 2003.

Ummæli

krumma sagði…
ó þetta er algjörlega sjúklegt stöff, sjúklegt, love you beib, er það ekki andófið á morgun, ég verð með alpahúfuna og sólgleraugun

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal