þetta ljóð greip í mig og bað mig að snerta sig sem ég og gerði
og aftur
snertu mig aftur
þá það
skal gert og af gefnu tilefni vildi það augun mín þegar dagarnir verða flæðandi bjartir öll pússlin vilja finna fyrir hvort öðru í rammanum:

Mannshöfuð er nokkuð þungt
en samt skulum við standa uppréttir
og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar.

Við létum gamlan dvalarstað að baki
- eins og dagblöð í bréfakörfuna -
höldum nú áfram lítum ei framar við.

Eða brutum við allt í einu glerhimnana
yfir gömlum dögum okkar?
til þess lögðum við af stað.

Og jafnvel þó við féllum
þá leysti sólin okkur sundur í frumefni
og smámsaman yrðum við aftur ein heild.

Velkunnugt andlit hljómur blær
það er þín eign barn
æsandi og ný.

Sigfús Daðason

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal