einu sinni var ég með svona samskonar síðu og þessa hér en þó ekki þessa hér og í raun alveg allt aðra síðu. hún var nú eitthvað undir merkjum matarsóda líkt og þessi græna hér en oftast var hún appelsínugul og þar var fía nokkur more for fender sem réð ríkjum. en síðan sú hún dó eins ágætt er um það sem fæðist. það er gott að það fái einhvern tíman að deyja þó því geti fylgt söknuður og jafn vel örvænting. en ég eyddi þessu öllu saman út og hún er því aðeins til í minninu mínu og í dag var ég minnt á það. já. og ég get ekki hugsað heila hugsun hér því þula litla æpir á mig alveg brjál. hún er búin með nektarínuna og hún æpir bara: nei nei nei nei....

Ummæli

Jóda sagði…
ég man eftir þeirri síðu og ég man líka þegar hún dó og hvarf...
ég man ég man

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal