Ástin og þú

Myndavélin sem tekur myndir af lungum þínum elskar þig en þú
tekur ekki eftir ást hennar.
Eða jú. Þegar þú fórst úr bolnum og hörund þitt snerti í fyrsta sinn
spegilslétt stálið, þá tókstu eftir ást hennar en gleymdir henni strax.
Konurnar á bakvið myndavélina elska þig líka.
Og framköllunartækið.
Og ljósið sem lýsir bakvið nýju röntgenmyndina af lungum þínum.
Fingurinn á lækninum.
Línurnar, myrkrið og þokan sem búa til myndina.
Þau elska þig.
En þú ert bara ekki tilbúinn enn.

Kristín Ómarsdóttir

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal