Lítið ljóð um heimspeki

Sóla fór í fjólubláan kjól og ætlaði
í fýlusóffapartí. Skáldið kvað:

Nei, ástin mín, heimspeki
er ekki ætluð fögrum konum.

Árþúsundum saman sátu munkarnir
sólarmegin í klausturgarðinum

við borð hlaðið kræsíngum
sem sveittar og skítugar
púlskepnur færðu þeim

og snæddu
og ræddu
og bræddu með sér

hinstu rök
sinnar óútskýranlegu

standpínu ex vacio ex nihilo.

Dagur Sigurðarson

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal