og þar sem ég er að slæpast í vinnunni minni með ljóðabók og kaffi (nema hvað) og læt mig dreyma um fallegar köngulær að skríða yfir brjóstin mín, já þess vegna ætla ég að birta hér enn frekari skrif úr bók dagsins, bók sem mér líst vel á. sjáðu:

S: En súrrealisminn...

J: Ég skal alveg viðurkenna það að súrealisminn er þráhyggja hjá mér. Þetta skilur enginn. Í gegnum súrrealismann og þá aðallega André Breton koma hugmyndir sem hafa haft mikil áhrif á mig. Og það má segja að mér sé stýrt úr fortíðinni að þessu leiti. Annars les ég fullt annað en súrrealismann.

S: Eins og?

J: Síðasta skáldsagan sem ég lag sem mér finnst nokkuð góð er Falling Out Of Cars eftir Jeff Noon. En auðvitað hef ég aldrei náð mér eftir að ég las Finnegans Wake eftir James Joyce. Sem endar á þessari setningu:

A way a lone a last a love a long the

Brilljant bull. 628 blaðsíður af þessu. En takið eftir að ég las ekki James Joyce fyrr en eftir að ég samb-di Bygginguna. Villtu kaffi?

Jóhamar. (2007) Skáldið á daginn -...já og nú er ég hún ég sem hér pikka að hugsa um þessa setningu: ég náði mér aldrei eftir að ég las...

Ummæli

Bíbí West sagði…
Já, aldeilis að það er uppi á þér t... eða þannig sko, bara full af skáldlegum innblæstri. Það er gott mál. Geturðu sent mér smá hingað - plíís - er bara að farast í vinnunni. Nenni ekki þrettán tíma helgarvöktum þegar litla ljósið er á staðnum, muhuu....og engin krossgáta fyrr en í sunnudagsmogganum. Þangað til eru heilir tveir dagar!
Æi, kannski þarf ég bara að fá mér kaffi og hlaupa nokkra hringi í kringum Hótel Ísafjörð.
Sumir gestir bera svo fyndin nöfn, t.d. Schilling - þýðir það ekki skildingur? Já, velkomin á Hótel Ísafjörð, herra og frú Skildingur!
Fía Fender sagði…
dísss...ég er að kálast í dag. ég postulínið og legubekkurinn...hey og þú sæta langar að sjá þig baða þig í sjó

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal