ó þá náð að eiga jesú einkavin í hverri þraut....

sunnudagsmessan í útvarpinu
"fyrirgefið og leitið fyrirgefningar eftir þörfum"
ég skrapp í viku í hús í næstu götu og er nú aftur komin í húsið mitt í götunni minni og það er svo dásamlega gott. hef nú alla glugga hússins galopna og endurnýja loftið svo allt eiturgas fljúgi á brott úr mínum vistarverum. en það eru 10 opnanlegir gluggar í húsinu mínu. ímyndið ykkur bara hreinsunarferlið sem er hér í gangi. já líður vel á þessum sunnudagsmorgni. vaknaði við ljúfan koss á kinn og ástarorð í eyra. hugsa vestur á firði til allra fallegu skvísanna minna. svífa þar um í ýmsum ljóma. já merkilegt með þessa vestfirði. dóttir mín, fyrrverandi maður og fjölskylda, helgastan, bróðirinn og síðan fær maður skeyti og upphringingar frá fögrum fljóðum sem tala bara um vestfirði, fallega vinkonan og mentorinn, fagra bráin og brúnin og allur bræðingur lífs míns óma þarna frá djúpum dölum og ægifegurð fjalla. og sjá ég fer að gjalla hér og guma af skjallandi rómantík náttúru og rótarræðu djúpanna. ég stoppa. ég bý á fallegri götu í vinkonuhúsi og stelpurnar mínar, stelpurnar minar - jú ein fyrir vestan sem ég sakna og sakna með stutta hárið sitt. sé hana fyrir mér sposk á svip íhugul með gullmedalíu um hálsinn. ert þú orðin fótboltahetja: já já. svo tístir í henni. litla stelpan mín er uppi í risi, í risi stórusystur að "taka til" eins og hún sjálf segir. og presturinn tónar til mín: "og sameina osssss....."
einhvern vegin eru predikanir hvert sem ég lít og hvert sem ég kem. var einmitt í gær í fallegu matarboði. sem hófst úti í garði við tóna kriss kristoffersson. "hann fór alla leið. hann hefur sko gengið marga stíga enda heyrist það á rödd og ræðu." jújú kriss með okkur og predikanir um lesti góðæris og jafnrétti fyrri tíma. dáðir og dugnað kvenna, iðjuseminnar og ást á landinu sem liggur í blóðinu.
veistu, "freud skellti á okkur, það var hann freud" heyrðist kallað út úr rofnu símtalinu. hann freud blessaður, já ég sé hann líka með allar sínar kenndir. ætli hann hafi reykt pípu páfiinn sá? pældíði peninga maskínan potar í þig og spekingar spjátrungar og sporlausir hundingar smyrja þig af eitrunar blæstri....
þarf ég að tala um megasarlegt uppeldi sem gaf mér ást á solli og blæðandi hjartasárum og djúpdökkt glottið á bakvið eirðarleysi og ljósdeyfara nútímans. stundum er bara gott að sakna.

Ummæli

krumma sagði…
mmmm...væri til í að vera í allri þessari hreinsun hjá þér á bárunni, með hvítvín og kris, þykir svo undur vænt um þig yndið mitt
Fía Fender sagði…
klór - reykelsi - sápa - sagg
og ást í mást í loftinu

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal