Upprisa

Ástin mín, ég vil þú vitir að ég er á lífi. Ég er á lífi í
miðju sári skógarins. Himinninn vakir yfir. Okkur
er veitt eftirför. Reglulega rifnar festingin upp með
miklum hvelli og það vætlar úr sárinu. Gráturinn
eflist, gráturinn eflist svo um munar og ég leggst
undir þykkt laufblað. Droparnir renna ferskir niður
blaðið. Hreinsunin er raunveruleg, ástin mín. Í
fjöllunum er verið að brenna skóginn. Skógareldar
mynda logandi stíga og það er líkt og eldurinn leki úr
fjöllunum. Eins og bráðið logandi gler. Ég er í mínum
hjúpi undir laufblaðinu og fylgist með fögnuðinum.

Úr ljóðverkinu: Ég erfði dimman skóg. Skógurinn, 2015.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal