það rættist vel úr gærdeginum
og mér tókst að hitta fullt af fólki án þess að fara að grenja eða falla í yfirlið
rifnaði úr stolti á tónleikum stóru skottunnar - hún tók sig svo vel út og er svo dásamlega falleg og einstök
"mamma af hverju ertu alltaf að horfa á mig"
ég fæ alveg ástföngnu störuna á blessað barnið sem er nottulega bara að verða hálf fullorðin
já svo þurfti ég að skreiðast aftur heim í ból og hósta úr mér hlandi og æðum
en óskaplega gott fólk reif mig um síðir út úr mókinu
fyrst var farið út að eta
og því næst var það Steinar í Djúpinu
þar á eftir púrtari hjá góðum félaga

ég hef legið í bælinu mínu dagana út og inn og varð því að segja frá því að mér tókst að komast úr því í gær
og er auðvitað endurnærð

núna heyri ég í dásamlegum kirkjuklukkunum
hringja inn annan í aðventu
yndislegt að kúra sér í hlýjunni með kertaljós og klukknahljóm

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal