ég er hætt að skrifa dagbók. skrifaði dagbók frá um 11 ára aldri og til tjahh....30 líklega. síðan fannst mér þær svo drepleiðinlegar. en lendi þó í vandræðum þegar eitthvað æpir á mig úr forneskju að takast á við sjálfan mig og allt hitt sem þvælist fyrir mér á ferðum mínum til alsælu (með súkkulaði í hönd).

-spurningar sem leituðu svo stíft á þig er sumri tók að halla fyrir tæpum 3 árum.

eða

-þetta er sama mynstrið og frá árinu 1993. eeehhh.

eða

-nú skaltu taka upp þráðinn frá síðasta hausti.

ég er alveg blanko með enga dagbók. hvaða spurningar haaaa. hvað var ég að lesa þá. hverjum var ég að ríða. hvenær var ég sorgmædd aftur. hvenær var ég að drepast úr sjálfstrausti. hvenær þyrmdi glimmerhamingjunni yfir mig. hvert var ég að fara?

en nú man ég eftir þessum ryðgaða hurðarhúni sem ég tók í
seiðandi söngur á bak við

komdu

komdu

djöfuls óttinn alveg umlykjandi að vanda
best að spyrja megas:

"allt eins og mykjugræn martröð
mig sækja vordraumar heim
er nokkuð andstyggilegra
en að eiga hlutdeild í þeim?"

Ummæli

Nafnlaus sagði…
...please where can I buy a unicorn?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal