þएगर sóलिन्नी blæðइर í bakgörðउम

hún leikur sér að sólinni þegar sólin
felur sig í skuggsælum bakgörðum
fær sér kók og prins
hugsar um sígarettur
um kynlíf
og um gamla ónothæfa bíla
hún finnur til í móðurlífinu
og færir sig nær upprunanum með muslí
og lífrænt ræktuðu hjarta
sári sem veldur engu fári
hún felur sig í kjöllurum á kvöldin
kveikir í kulnuðum bálum og
yljar sér við þjóðlegar þulur
um konur sem sóttu sjó
og konur sem stóðu í fjörum
brostin augu þeirra föðmuðu öldurnar
og fiskurinn hélt áfram að veiðast í matinn
og maturinn var ekki alltaf klukkan sjö
hún á sand af seðlum og selur
sæbjúgur við gaflinn á húsinu sínu
þær eru saltar eins og hún sjálf
saltaðar eins og hjartað í formalíni
blóðsins

Ummæli

Bíbí West sagði…
Gott gott gullið mitt.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal