Það góða við að veikjast lítillega og leggjast í bælið í tvo daga er að þá tekst mér að lesa sem að ég geri orðið allt of lítið af síðan ég byrjaði að vinna á bókasafninu góða. Fáránleg þversögn þar en svona er þetta. Er búin með Meiri hamingju og alveg að verða búin með Veginn. Nokkuð ólíkar. Gott að lesa þær hönd í hönd. Heimsendir og uppkendir í bland við kapítaliska trú og svo aftur dauða sem allt drepur sér í lagi það sem býr hið innra. Hamingja og heimsendir - hvað þurfum við meira. Jú kannski fisk í soðið og fleiri drauma.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal