"Söngnum lauk. Upp hófust karlmannlegar lángbygljuhrotur með blístri í bland. Einhverjir lyftu upp lokinu á flyglinum. Þar voru engir strengir, engin hefðbundin innýfli hljóðfæris af þessari tegund. Í flyglinum svaf hins vegar sparibúinn íslendingur, rauðbirkinn og velsældarlegur.
Slíkur er máttur vitundarinnar þegar hún er stillt á rétta bylgjulengd. Menn éta upp hver eftir öðrum að ekkert gerist. Hvílík fjarstæða. Ímyndunaraflið getur brotið niður múra, sprengt hlekki, lamað kúgara, breytt eyðimörkum í unaðslega aldingarða. Opnið augun - allt í kríngum ykkur eru hinir eldfornu leikir mannkynsins í fullu fjöri - menn hvæsandi af fýsnum, menn að slíta hjartað hverjir úr öðrum, menn að vega hverjir aðra með orðum, menn að skírast og hefjast í loft upp af unaðslegri kraftbirtíngu ástarinnar - allsstaðar eru nornir, drýsildjöflar, töframenn, spekíngar og gyðjur - opnið bara augun, þau innri líka, sér í lagi þau innri."

(Ó.H.S. í tilefni sýningar Alfreðs Flóka 23. ágúst - 31. ágúst 1975 í Bogasal Þjóðminjasafnsins)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal