Jæja þá er það uppskriftarhornið:

Brúnuð ýsa í grænmetiskarrí

og

Hrá frækaka í sítrónubaði

Ýsan:

Blanda saman hveiti, haframjöl, salti, pipar.
Skera niður ýsuflak eða flök í nokkra bita.

Setja ýsubitana í hveitiblönduna - krydda jafnvel aðeins meira og steikja síðan létt upp úr ólívuolíu og smá smjöri.

Grænmetið:
1 sæt kartafla
3-4 gulrætur
laukur
sellerí

Grænmetið er saxað niður og skellt á pönnu.

Kryddið:
Karrí
Túrmerik
Karrílauf
Jurtasalt
Pipar

Kryddið er allt sett út í grænmetið og látið marínerast nokkuð vel.
Bæta við slatta af hrísmjólk.

Steiktur fiskurinn er settur yfir grænmetið að lokum og karrívatninu dropað vel yfir fiskinn.
Lokið yfir og látið malla á lágum hita í smá stund.

Þetta er svo borðað með bestu lyst og haft kirsuberjatómata og vatn með.

Eftirréttur - hrá kaka.

Botn:
Möluð sólbóma - og hörfræ
Púðursykur
Olía

Þessu er blandað vel saman.

Síðan er bætt við:

Maukuðum banönum
Smá negull
vanilludropar
Slatta af dökku lífrænu kakói
Smá kókosmjöl.

Öllu blandað vel saman og formaður botn á diski. Síðan er gott að skella honum rétt inn í frysti eða ísskáp.

Kremið:
Frosinn ananas - svona 1/2 bolla kannski
Safi úr sítrónu
Vanilludropar
Nokkrar döðlur sem hafa legið í soðnu vatni í smá stund, nota einnig smá af döðluvatninu ef þurfa þykir.
Ólífuolía - ca. 1/2 bolla
Malaðar hnetur/möndlur - ca. 1/2 bolla
Sætuefni, t.d. hunang, agave eða sykur eftir smekk
1/2 banani

Þessu er öllu blandað saman í blandara. Ath. þó að fara varlega í bæði sítrónusafann sem og sykurinn og bæta því smám saman við og smakka kremið til.

Kreminu er hellt yfir kökuna og smurt yfir. Kókosmjöl þyrlast rétt yfir.
Síðan má kæla yndið - setja hana í smá stund í frystinn - eða lengri tíma í ísskáp.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal