Ég fann lítinn loftbelg grafinn í jörðu. Með mold undir nöglum og moldug hné steig ég upp í uppgröftinn sem vildi ekki takast á loft en stóð þó reisulegur upp úr moldinni og vel sjáanlegur. Gulleitur belgurinn var orðinn eins og brúnleit appelsína. Veðrunin svo fallega jarðbundin. Ekki nema von að hann takist ekki á loft. Veit heldur ekki hvert ég hefði átt að fara í loftbelg annað en hringferð um sjálfan mig.

Ummæli

krumma sagði…
við gætum nú skellt okkur til portland í þessum loftbelg, enjoy all that fresh air and stuff

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal