andhverfa bastillunnar

Það er jú í tísku að líta í bakspegil og hér eru færslur frá þeim merkisdegi 6. október 2008 - ekki get ég sagt að ég muni sérstakegla vel eftir þeim degi nema að ég man eftir að hafa setið í vinnunni minni og horft á tölvuna mína þar sem Geir nokkur blessaði mig og hina út úr skjánum. En svo virðist sem skrifarakonan hafi bara verið með hinu skáldlegasta móti þennan daginn. Hún á þetta til. Svo hefur hún sett einhverja vínyl plötu á fóninn:

mánudagur, október 06, 2008

happy-go-lucky

anyone???

Posted by Fía more for Fender at mánudagur, október 06, 2008 0 comments


Posted by Fía more for Fender at mánudagur, október 06, 2008 0 comments

ég heyrði sírenur kyrja út úr útvarpinu í eldhúsinu
fann gaslekann liðast til mín úr loftræstikerfinu
þóttist ekki taka eftir neinu og hélt áfram að vélrita
finn sjálfvirka fingurna framandi á kjúkunum
og gasið magnast í liðunum
heróínmeistarinn framreiddi marens nýbakaðan
og horfði ólundarlega í átt til mín
því hann misskilur ástarþrá sem stelsýki
veit líka allt um samsærið
rukkarinn hefur engar hendur
aðeins typpi og stórar nælur
greyið

Posted by Fía more for Fender at mánudagur, október 06, 2008 0 comments

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal