og með gleðinni var ég að spá í sólarhringnum.
sko mínum sólarhring. þessum þarna klukkutímum og mínútum í lífinu mínu.

8 tímar fara í vinnu - fyrir aurum
8 tímar eiga að fara í svefn
og þá eru 8 tímar eftir. já það er nú heill vinnudagur haaa - eða heill nætursvefn

best að spá í þeim meira.

uuuuuuuhhhh


tjahhh

um 2 tímar fara í ferðir til og frá og á ská

ætli það séu ekki um 3 tímar sem fara í að fæða sig og klæða sem og niðja sína

2 tímar fara í heimilisstússsssssssssssssssssss

þá er 1 stórkostlegur klukkutími eftir
dýrmætasti klukkutiminn:

lesa fyrir mig og hina
elska, knúsa, spjalla, leika
hjálpa við heimalærdóm og lífsins bögl
skrifa...
horfa á imbann
hitta sína dýrmætu vini og fjölskyldu
heilsurækt (tekur roooosalegan tíma í mínu lífi í dag)
hugleiða stuð
æææææ já og allt hitt sko eins og að skrifa þetta blogg

það góða við þetta allt saman er að með útsjónarsemi er hægt að gera allt að sex hluti í einu
vaska upp um leið og verið er að baða litla barnið og hjálpa stóra barninu við heimalærdóminn, elda eitthvað í fljótheitum, kíkja á fréttirnar og spjalla við vinkonu í síma - jafnvel raka á sér lappirnar líka ef út í það er farið

já þú finnur að ástin
er internatjónal

Ummæli

Bíbí West sagði…
Hvar ertu darling? Ég er ástin í föstudagshádegi og ég bíð þín í Hlöðunni.
krumma sagði…
þegar þú setur þetta svona upp skil ég nú bara ekkert í hvað ég eyði mínum tíma, þarf að skoðast, missjú mest, ertu til í stofustuð?
Fía Fender sagði…
ó já til í ykkur elskurnar
alltaf

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal