ég er enn að baksa við að koma okkur fyrir hér í risinu. dreg húsgögn til og frá og reyni að smokra þeim undir súðina. svo er menningardagur já en mér finnst ég svo "menningarleg" alla hina daga ársins að ég sleppi þessum. sér í lagi þar sem það rignir og næðir um. en stúlkukindurnar vilja GEEEEERA EITTHVAAAÐ. mest langar mig að kaupa eitt stykki hipp og kúl kósí rómó gáfulega notalegan bás og skella honum beint inn í íbúðina mína. henda hins vegar öllu sem hér er fyrir. eeeen þetta kemur. hef eignast heimsins bestu nágranna sem sögðu mér að vera góð við sjálfan mig. jessöríbob. ég skal sko reyna það. það verður mantran ásamt þessari hér:

EKKI TAKA NEITT PERSÓNULEGA!

og SKUGGINN skottunnar er tilbúinn. rosalega huggulegur.

og ég birti mína holdsins grein.

og ég fór í melabúðina

og ég vinnaði voðalega mikið í vikunni

og ég fór á skólasetningu og fund

svo er það messa á morgun

og tónlistarskólinn í næstu viku

þvílíkur dugnaður í þessu koti

bakaði líka flatkökur á hellu og steikti kleinur

uhhhh.....eða þú veist hugsaði um þegar konur gerðu solleis og langði bara að finna lyktina sko

svo lít ég bara í kringum mig og sé alla þessa fegurð nærri mér......fann á ný betra líf af því ég fór loks að trúa því.....OG ALLIR MEÐ

Ummæli

krumma sagði…
djöfull ertu æðisleg, verum aftur memm bráðum, við erum jú svo nánar er þaggi eskan

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal