hann sagði að hann ætti erfitt með að tengjast fólki
sér í lagi þegar hann var barn
en síðan hafi hann hitt konu
dökkhærð falleg kona sem varð vinur hans
hún var einmanaleikinn
en málið var samt það að hún var ekki til í raun og veru
bara í hinum heiminum hans sem að hann lifir í samtímis þessum hér
og einn daginn frétti hann að fallega konan hefði dáið
og hann varð mjög dapur
og saknaði hennar, besta og kannski eina vinar síns
saknaði einmanaleikans
en hann varð að sökkva eða synda eins og hann orðaði það sjálfur
og hann ákvað að synda
svo talaði hann líka um að vera og verða ástfanginn
þú veist að falla inn í ástina
honum líkaði það
að falla inn í reynsluna
og vera á flugi
hann las litla prinsinn sem kenndi honum margt fallegt og gott
einfalda viskan er oft best
einu sinni sá hann bara tölur og orð en núna sér hann andlit
hann sagði að hann væri með asperger heilkenni
og að hann sjái allt í myndum
hann er að reyna að læra að vera hamingjusamur

eins og við
og það eitt skiptir máli

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal