æh. en eina ástæðan fyrir skrifum mínum hér eru veikindi. hér ligg ég í rúminu mínu með fínu tölvuna mína og er öll svo aum í líkamanum mínum og þar með sálartetrinu. núna er eina umræðuefnið magni og supernova. og jú ég hef verið alveg húkt á þessu. þar til núna að ég fór að hlakka til að þetta klárist því það er komin þreyta í þetta allt saman. samt verð ég auðvitað að klára áhorfið. slík er mötunin að þátttakan er fólgin í skilyrðislausu áhorfi að enda að sambandsrofi. þó þessi meinta krafa um þátttöku sé húmbúk. en það er merkileg þessi hreyfing frá hrifningu til andúðar. hvernig hún á sér stað og af hverju. það fylgir henni líklegast ákveðin sjálfselska og hræsni. eins og flestu sem viðkemur mannfólki. já í dag hef ég litla trú á öðru. kannski verð ég full af von á morgun og skynja fegurð með þátttöku minni í henni og veröldinni. ég veit það ekki.
en í bókahrúgaldinu hér á heimilinu hef ég verið að leita að einu og öðru. og já komist að því að maður telur sig eiga og hafa lesið það sem hefur aldrei verið hér til sem og kemst að því að maður á hitt og þetta sem maður hafði ekki hugmynd um. maður hvað...puffff
ég vil að einhver komi að hjúkra mér. færi mér eitthvað ógúrlega gott. til dæmis komi með ilmandi kaffi frá tárinu og skemmti mér yfir kaffidrykkjunni. ég vil vil vil....
í dag finn ég svo litla möguleika í sjálfum mér. æh það er svo óþægileg tilfinning.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal