http://channel.louisiana.dk/video/günter-grass-facebook-shit
Færslur
Sýnir færslur frá 2013
Límónusunnudagur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Takið fram grænt glas á fæti. Gott að það rúmi nokkuð gott magn af vökva. Því næst er það bleikur sítrónukreistari úr plasti. Handfjatlaðu græna límónu af festu. Rúllaðu henni milli fingra og hugsaðu um salt. Því næst tekurðu beittan eldhúshníf úr efstu skúffu. Með einu handtaki vegurðu límónuna í tvennt. Þú kreistir safaríkt lífið úr báðum helmingum og hellir í græna glasið. Þetta stóra einfætta. Þá er það lokahnykkurinn. Þú fyllir upp að barmi með ísköldu sprikklandi sódavatni. Fullkomnun í annars ófullkomnum heimi.
Dropinn holar steininn: ég og þú og kolefnissporin okkar
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Hugtakið kolefnisfótspor hefur ljóðrænan dökkan blæ. Hljómar í huga mér líkt og ský í buxum , þó skuggalegri mynd birtist af fótsporum í lofthjúp. Sjálf geng ég yfirleitt í kjól og nota skó númer 36. Ég veit hvað fótspor eru og ég hef óljósa hugmynd um kolefni. Slík fótspor eru því þau mörk sem mennirnir setja á loftslagið. Eða hvað? Það góða við að vera haldinn orðaþráhyggju er það að orð eins og kolefnisfótspor renna ekki svo glatt úr minni. Frá því ég heyrði orðið fyrst fyrir nokkrum árum síðan þá hefur hugtakið hangið sem svartholsljóð í hausnum á mér við hvert fótmál, hvert götumál, hverri ferð til kaupmannsins, hverri einustu ferð minni með rusl út í tunnu. Með hverri bílferð, sorpuferð, hvað þá flugferð. Ég sé fyrir mér drulluskítug fótspor mín númer 36 bólgin af eyðingu jarðar. Skuggar mínir jafnt um loft og láð. Og mín melankólísku spor verða sífellt fleiri og dýpri, stinga sér líkt og samúræjasverð inn í lofthjúpinn. Jæja. Og hvað er kolefnisfótspor (e. car...
Madrigal
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Madrigal Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan. En sá dagur kemur þegar dauðir og lifendur skipta um stað. Þá fer skógurinn á hreyfingu. Við erum ekki án vonar. Alvarlegustu glæpir upp- lýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. Ég erfði dimman skóg en í dag geng ég í öðrum skógi, og hann er bjartur. Allt sem lifir syngur, hlykkjast, iðar og skríður! Það er vor og loftið ákaflega sterkt. Ég hef próf úr háskóla gleymsk- unnar og er jafn tómhentur og skyrtan á þvottasnúrunni. Tomas Tranströmer
Ill tunga þjóðerniskenndar
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Oft finnst mér allt vera að fara til andskotans. Ég viðurkenni það hér með. Samt hef ég séð dansandi norðurljós á himni. En þrátt fyrir slíka fegurð þá er ég hrædd um að ekki einungis litla eyjan í norðri sé að fara eitthvað enn norðar og síðan niður með fljótinu sem skolar öllu burt heldur einnig heimurinn allur. Nýnasistaflokkar hafa verið að færast í aukana síðustu árin. Sér í lagi eftir fjármálakreppuna 2008 þá virðast slíkar ómannúðlegar öfgastefnur vera að blása eitruðu lofti sínu í segl víða um Evrópu. Grundvöllur nasismans lá upphaflega í ótta og neyð fólks sem Hitler nýtti sér eftir fyrri heimsstyrjöld. Hann var síðan lýðræðislega kosinn 1932, en var hins vegar fljótur að afnema lýðræði eftir að hann komst til valda. Það væri vissulega óskandi að þegar þau Adolf Hitler og Eva Braun hurfu endanlega niður í neðanjarðarbyrgi sitt í Berlín þann 30. apríl 1945 þá hefði um leið horfið sú alræðishugmyndafræði sem Hitler hafði...
Himnur sjálfsins: Um Holy Motors eftir Leos Carax
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Himnur sjálfsins: Um Holy Motors eftir Leos Carax Leos Carax er anagram af nafninu Alex Oscar (Alexandre Oscar Dupont). Þetta sagði veraldarvefurinn mér og þótti mér það merkilegt því aðalsöguhetja kvikmyndarinnar Holy Motors heitir einmitt Oscar, sem reynist marglaga maður. Það sem maður telur kjarna hans reynist ávallt himna utan um annan mögulegan kjarna. Vissulega gæti Oscar þessi einnig vísað til kvikmyndaverðlauna Ameríkunnar, maskínunnar sem glatt hefur margan karlinn og konuna en höfundarvísunin er enn skemmtilegri. Oscar í Holy Motors tekur við handritum í hvítri limmósínu á ferð og stígur inn í nýtt og nýtt hlutverk. Það er hans líf (og kannski hans dauði). Mæri veruleika og skáldskapar eru misþykk, þunn, það er ekki ný umræða. Þau geta verið sem gagnsæ himna eða jafnvel steyptur múr hins ómögulega. Þessum mörkum er afneitað að einhverju leyti í veröld Oscars, en þó ekki algjörlega. Sama má segja um frásagnarformið, því er hafnað á sama tíma og frá...
Skiljið svaladyrnar eftir opnar
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Hef verið ósköp meyr undanfarið. Það er nú reyndar ekki það versta. Ágætt að tilfinningalífið bæri stundum á sér. Sendi mann út á rúmsjó í leit að fögrum beinum. Annars segir Lorca allt það sem vert er að segja: Ef ég dey, þá skiljið svaladyrnar opnar. En aukreitis við orð Lorca þá minnist ég hennar elsku Bjarkar hér: Björk Líndal, 4. júní 1950 – 9. mars 2013 Gangstéttin við Holtsgötu og árið er 1993. Ég er 18 ára og líklega er þetta að hausti. Björk vindur sér að mér nokkuð hvöss til augna tekur þéttingsfast í hönd mína, kynnir sig og bætir svo við: „Við eigum nú eftir að kynnast.“ Ég er hálfsmeyk og stíg eitt skref afturábak. Björk var mér alltaf mikil ráðgáta. Hún var mögnuð kona og ólík öllum öðrum manneskjum sem ég hef kynnst síðast liðin tuttugu ár. Alþýðleg heimskona, gáfuð, sterk, full af réttlætiskennd, örlát, traust, skemmtileg og húmórísk með eindæmum. Svo bar hún með sér þessa fjarlægð og sársauka innra með sér sem hún yrti aldrei. Björk var sílesan...