Hryllileg sagan endurtekur sig


fimmtudagur, janúar 15, 2009



Áhugaverð grein um þann hrylling sem á sér stað núna sem og áður í Palestínu. Hér er komið inn á mikilvægi Bandaríkjamanna að stíga inn í til að möguleiki sé á breytingum. Barack Obama er í lykilaðstöðu eftir aðeins fáeina daga til að stíga þetta skref, en hingað til hefur þetta heimsveldi ávallt staðið með Ísrael.
- Ljósmyndin er af gamalli konu sem geymir enn lyklana að húsinu sínu sem hún var neydd til að yfirgefa um 60 árum fyrr - og hin hryllilega endurtekning á sér stað einmitt núna á þessari mínutu. Ég hef einnig verið að velta fyrir mér lyklum þessa dagana og það tveimur - hef haldið traustataki með miklu þakklæti í rósóttu húslyklana mína eftir gula lykladrauminn. Já þrátt fyrir að kreppi að á þessu skeri þá er ekki annað hægt en að horfa til himins og segja takk fyrir til dæmis það að lyklarnir manns gangi að vísu húsi sem sé á sínum stað og veiti gott og öruggt skjól.
ætlar þessi umheimur þetta svokallaða alþjóðasamfélag ekkert að gera í málunum?
það eru nú að verða um 1000 manns sem hefur látist í Palestínu síðustu 2 vikur - og það er þá fyrir utan allt særða fólkið, búið er að sprengja handleggi og fótleggi af þúsundum - börn sem ekki eru drepin eða illa særð hafa jafnvel misst foreldra sína og þetta heldur svona áfram dag eftir dag eftir dag - hrein og bein aftaka í gangi....

mánudagur, janúar 12, 2009

mig dreymdi stórmerkilegan draum
var stödd í staðleysu í rútu á ferð á leið aftur í tíman með tvo gula húslykla sem ég kannaðist ekkert við
ákvað að fara út úr rútunni og kíkja í kaffi til vinar
en fattaði að ég væri ekki búin að kynnast honum
var komin of langt aftur í tíman
vissi ekkert
hvar ég ætti heima
hvaða ár var
hvort ég ætti börn eða ekki
stóð bara á götuhorni með tvo gula lykla í lófanum

laugardagur, janúar 10, 2009

"The Palestinian death toll has risen to 815 people and more than 3,300 injured since Israel began its offensive in the Gaza Strip two weeks ago.

Attacks continued on Saturday morning with aerial bombardments and Israeli forces advancing further into the outskirts of Gaza City.

Eight members of one family were among the latest fatalities, killed by an Israeli tank shell in Jabaliya."
andvaka komin með flensu, bryð parkódín og les : http://english.aljazeera.net/news/middleeast/

föstudagur, janúar 09, 2009


SAVE GAZA
Frétt af mbl.is frá því áðan:

"Vörpuðu sprengjum á hús fullt af fólki
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða, að Ísraelsher hafi neytt um 110 Palestínumenn inn í hús í Zeitunhverfi í Gasaborg og síðan varpað á það sprengjum sólarhring síðar. Um 30 manns létu lífið í árásinni. Þetta sé alvarlegasta málið, sem komið hafi upp frá því Ísraelsmenn hófu hernað á Gasasvæðinu.

Skrifstofa SÞ, sem sér um samræmingu á mannúðarmálum, (OCHA) hefur eftir nokkrum sjónarvottum, að ísraelskir hermenn hafi rekið um 110 íbúa út úr húsum sínum í hverfinu og skipað þeim að koma sér fyrir í einu húsi og halda sér innandyra. Um helmingur fólksins var börn. Sólarhring síðar varpaði Ísraelsher fjölda sprengja á húsið. Þetta gerðist 4. janúar.

Í skýrslu OCHA segir, að þeir sem lifðu sprengingarnar af hafi gengið um 2 km vegalengd til Salah Ed Din og þaðan fluttu vegfarendur þá á sjúkrahús. Þrjú börn, það yngsta 5 mánaða, létust eftir að þau komu á sjúkrahús."

Hvernig er hægt að halda því fram að báðir aðilar eigi sök - að ísraelska stjórnin sé einungis að verja sig gegn Hamas?
Grimmdin er slík - undirbúningurinn hefur staðið í 18 mánuði og dagsetningarnar eru svo útspekúleraðar.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

og ég læt það fylgja hér að í morgun leið mér líkt og níræðri konu
nei ekki þessari sem er full af óbilandi bjartsýni og þakkar skírlífinu langlífið
nei mér leið bara svona níræðri með gigt að bíða eftir að dagurinn klárist frá því hún opnar augun í upprisu dags

hjálp

og ég meina þetta

ég fékk skammir:

(mjög ströng í málrómi með hendur á mjöðmum):
"mamma!!! þú mátt ekki vinna svona mikið. þú mátt bara vinna smá. annars verður þú svo þreytt og þá getur þú ekki pússlað með mér."

miðvikudagur, janúar 07, 2009

mér tókst að brenna stóra bleika mynd af marilyn monroe sem var í hvítum ramma á vegg í miðri íbúð
og stuttu síðar læsti ég litlu dóttur mína inni og sjálfan mig úti
tensjón
sú stutta er þó þekkt fyrir einstak jafnaðargeð og fannst þetta alveg óskaplega skemmtilegur leikur sem betur fer
og náðum við með miklu brasi að koma lyklinum undir útirdyrahurðina og lauma honum af kyppunni - hún er algjör snillingur
ég lá á gólfinu með kertaljós þar sem rafmagnið er farið af ganginum og þar með af útidyrabjöllunni og þetta hafðist
þegar ég loks gat opnað inn þá stóð skottan dansandi og kallaði með tilþrifum og útbreiddan faðminn: ó mamma mikið ertu dugleg!!!

stóra yndið skokkaði út í ísbúðina eftir svaðilfarir vorar
við fengum okkur því ís og heita sósu og horfðum á korní ástarræmu fyrir fallegu fjölskylduna í sviðalyktinni

þriðjudagur, janúar 06, 2009

ég er óþolinmóð og sígrátandi
snökti yfir bruna marilyn monroe í stofunni minni
bye bye baby
og hágrét yfir fréttum og kastljósi
verð hrædd í þessum sprengjuhávaða og finnst þetta heimskuleg iðja
minnir mig á að fólk er að deyja og líka börn að deyja
þetta er allt svo hryllilegt
dómsdagstilfinning flæðir yfir mig út af fáránlegum andstæðum
en það er gott að taka jólaskrautið niður eitt af öðru
bye bye baby
baby bye bye

mánudagur, janúar 05, 2009

og mér tókst ætlunarverkið - það ætti að veita mér orðu
var mætt 7:31

djöfuls rugl er allt þetta líf annars

Það eina sem íslenska þjóðin getur gert er að loka á allt viðskipta og stjórnmála samband við ísraelsku þjóðina. Það er ekki nóg að fordæma af veikum mætti. Það er lamað. Ég trúi ekki að líkt og "við" studdum innrás í Írak þá styðjum "við" einnig þjóðarmorð í Palestínu með því að vera þjóð með gjörsamlega lamaða ríkisstjórn sem er bæði ósammála og vanhæf. Ísrael hefur heimsveldi á bak við sig á meðan Palestína hefur engan styrk. Eftir kúgun í 60 ár þá hlýtur að vaxa upp hatur og blóðþyrstur andardráttur. Síðan þykist ísraelska þjóðin vera fórnarlamb í þessum átökum og eiga ekki annarra kosta völ. Það eru eintómar myndir af barnalíkum frá Gazasvæðinu. Litlir palestínskir líkamar um allt. Það er ömurlegt að liggja andvaka, gjörsamlega máttvana í landi með handa- og heilalausa stjórn. Þetta er hreint skelfilegt.

ég hef ákveðið ýmislegt en gef að sjálfsögðu ekkert uppi hér
ég hef sofið svo mikið að ég get ekki sofið meir þegar ég á að sofa meir og meir
ætla að vakna fyrir klukkan 7 í fyrramálið og vera búin að koma mér inn í vinnubygginguna ekki seinna en 7:34 - gefa það upp á morgun hvernig mér lukkast planið
jafnframt þarf ég að vinna um 60 klukkutíma næstu 5-6 daga
fara með sjálfan mig til læknis
fara með stálpuðu stúlkuna til læknis
fara með litlu skottuna til læknis
og jafnvel er ein aðgerð líka á planinu
herregud what a week og það í sjálfum janúar þegar maður á helst ekki að gera rassgat annað en að horfa á ástarmyndir og stunda kynlíf á milli svefnrofa
en ég er mjög dugleg í planleggingum og frestunarárátta mín hefur komið mér í þessa skemmtilegu stuðviku sem hefst eftir tæpar 7 klukkustundir - ég get ekki beðið
ég og ástin bíðum samt pollrólegar í kúl stellingu og raulum kántrí með andardrættinum

sunnudagur, janúar 04, 2009

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal