Ég er á leiðinni í vinnuna. En ætla að hinkra aðeins við. Drekka góðan kaffibolla og fara í gott bað og láta líða úr mér.
Ég er alveg orðlaus yfir allri ástinni sem streymir til mín alla daga. Guð hefur gefið mér svo góða vini og fullkomin börn og dásamlega fjölskyldu að ég er eiginlega bara alltaf með tár í augunum. Verð oft svo hissa af hamingju. Við erum ekkert ein og sér í raun veru - múruð í eigin turni tilfinninga og rýmis. Sumarið var fallegt og endaði líka óskaplega fallega. Og núna er komið haustið sem er uppáhalds árstíðin mín.

Ég þori ekki að hjóla eftir hjólahnjask í gær. En það er fínt að haltra af stað. Síðdegis er það svo bátsferð í rokinu.

Núna verð ég að fara að halda áfram og hlúa að skáldskapnum. Ég veit það. Gleymdi honum einum og yfirgefnum greyinu í ísköldum og myrkum kjallara. En ég ætla að sækja hann og gefa honum kaffi svona til að byrja með.

Ást.

Ummæli

krumma sagði…
það steingleymdist á þessum stofnfundi að ákveða næsta fund og hverju eigi að standa skil á, þetta týndist allt í ástinni, sem er vel
Fía Fender sagði…
heyrðu þetta kallar á nýjan fund hið fyrsta.....með ást og öllu tilheyrandi í systrafélagið

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal