éग ओग हिनिर


Sísigrandi sjálfan mig djöfulinn og dauðann. Við erum eitt á stundum.
Ég gleymdi því eitt augnablik að allt er undirorpið stöðugum breytingum. Fínlegum breytingum.

Fór í jóga í dag. Það var gott. Ég var búin að gleyma því líka að ég hef saknað þess að jóga. Ég hélt ég saknaði einskis nema heimilis míns þegar ég fer af því. Og barnanna minna þegar þau fara af heimilinu.

Heimili. Þvílík ástarmiðstöð. Mjaðmirnar eru ekkert í samanburði við heimilið.

Í dag fannst mér sem allir væru sorgmæddir. Í þetta sinn gat ég ekki tekið þá hugsun á sjálfan mig. Að þetta væri nú bara hún ég sem væri svona sorgmædd og væri að reyna að troða þeirri tilfinningu yfir á heiminn. Nei. Meðvirkni mín var ekki slík því í dag var ég sátt og hinir sorgmæddir. Sem þýðir víst líka að ég sé meðvirk. Aldrei með í liðinu - alltaf í eyðimörk. Hamingjusöm í eyðimörkinni. En hinir voru ekkert sorgmæddir. Við vorum bara öll svona íhugul yfir persónulegum sigrum og taktföstum breytingum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal