einu sinni bjó ég í danmörku
ég var í leikhúsfræði í kaupmannahafnarháskóla
ég fékk su-styrk - sem var um 30 þúsund krónur á mánuði
það dugði svona fyrir húsaleigu og smotteríi öðru
en til að ég og stelpan mín gætum nú fengið okkur frikadellur
og hafragraut
þá tók ég námslán í danmörku ofan á styrkinn
held að tekjur mínar á mánuði hafi verið svona 49 þúsund krónur
jú og við vorum fátækar en þetta gekk samt upp
danska krónan var rúmar 9 íslenskar krónur
í dag er danska krónan 25
og ég er að borga þetta fátæktarlán til baka
lífið er yndislegt
en þetta eru nú bara litlar upphæðir
mér finnst bara eitthvað svo stutt síðan ég bjó í norðurmýrinni
leigði þar fagra hæð og borgaði um 30 þúsund í leigu
jedúddamía maður er barasta orðin gammel kone

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal